Athugið þessi frétt er meira en 2 ára gömul.

Íslandsbanki lækkar vexti

07.06.2019 - 14:48
Mynd með færslu
 Mynd: RÚV - Kristinn Þeyr Magnússon - RÚV
Breytingar á vöxtum Íslandsbanka taka gildi 11. júní vegna lækkunar stýrivaxta Seðlabanka Íslands. Vextir á húsnæðislánum lækka sem og breytilegir innlánsvextir.

 

Þetta kemur fram í tilkynningu á vef Íslandsbanka.

Fastir vextir óverðtryggðra húsnæðislána til 36 og 60 mánaða verða lækkaðir um 0,5 prósent. Breytilegir vextir óverðtryggðra húsnæðislána lækka um 0,25 prósent. Breytilegir vextir verðtryggðra húsnæðislána lækka um 0,1 %. Fastir vextir verðtryggðra húsnæðislána lækka um 0,1 prósent.

Önnur breytileg óverðtryggð kjörvaxtalán lækka um 0,25%. Ergo bílalán og bílasamningar lækka um 0,5 prósent. Breytilegir innlánsvextir bankans lækka í flestum tilfellum um 0,2-0,3 prósent.