Athugið þessi frétt er meira en 8 ára gömul.

Ísland er minna en talið var

26.02.2015 - 12:59
Mynd með færslu
 Mynd:
Nýjar mælingar Loftmynda ehf. á strandlengju Íslands hafa sýnt að landið er 102.775 ferkílómetrar að flatarmáli en ekki 103.000 eins og hingað til hefur verið talið.

Mælingarnar voru gerðar eftir háupplausna loftmyndum sem teknar hafa verið af strandlínu landsins undanfarin ár, áður hefur stærð landsins verið reiknuð út frá mun ónákvæmari gögnum. Fyrirtækið vinnur nú að því að kortleggja eyjar og sker umhverfis landið.