Athugið þessi frétt er meira en 2 ára gömul.

Íranskur ráðherra mætti óvænt til leiks

25.08.2019 - 19:10
Mynd: EPA-EFE / REUTERS POOL
Fundir G7 ríkjanna héldu áfram í franska bænum Biarritz í dag. Utanríkisráðherra Írans mætti óvænt til Frakklands, en eitt af því sem ráðamennirnir ræða eru leiðir til að draga úr spennu við Persaflóa.

Það var létt yfir ráðamönnum sjö stærstu iðnríkja heims á fundum í franska bænum Biarritz í dag, eins og sjá má á meðfylgjandi myndskeiði. 

Það var meira að segja samstaða og gleði á fundi þeirra Boris Johnson, forsætisráðherra Breta og Donalds Tusk, forseta fulltrúaráðs Evrópusambandsins, þrátt fyrir yfirvofandi útgöngu Breta úr sambandinu. 

Auk sjömenninganna mættu til fundarins ráðamenn frá löndum á borð við Spán, Rúanda, Ástralíu og Indland. Aðrir gestir mættu óvænt. Um miðjan dag í dag lenti flugvél íranska utanríkisráðherrans í Biarritz, en meðal þess sem ráðamennirnir sjö ræða eru leiðir til að draga úr spennu við Persaflóa.

Hann hittir þó eingöngu franska kollega sinn, ekki aðra ráðamenn á fundinum. Samkvæmt upplýsingum frá Hvíta húsinu kom það Trump á óvart að frétta að fulltrúi Írans yrði í bænum um helgina, en Bandaríkjastjórn sagði upp kjarnorkusamkomulagi við Íran í fyrra, auk þess að hafa lagt háa refsitolla á landið. 

„Það bjóst enginn við þessu og það sem gerir þetta merkilegt er að þetta hefur aldrei gerst áður í sögu G7. Þetta er stór diplómatískt skref af hálfu Frakka til að ná lausn í málefnum Íran,“ segir Tristen Neylor, stjórnmálaskýrandi. 

Meðal þess sem ákveðið var á fundum dagsins var að rétta fram hjálparhönd vegna skógareldanna í Amazon. 

Á meðan ráðamenn sátu á rökstólum sýndi franska forsetafrúin Birgit Macron betri helmingum ráðamanna allt það besta sem svæðið hefur upp á að bjóða. Eini karlkyns makinn, eiginmaður Angelu Merkel, var hins vegar fjarri góðu gamni. 

epa07792244 Brigitte Macron (3-R), wife of French President Emmanuel Macron, U.S. First Lady Melania Trump (2-R), Akie Abe (R), wife of Japan's Prime Minister Shinzo Abe, Chile's First Lady Cecilia Morel (2-L), Jenny Morrison (L), wife of Australia's Prime Minister Scott Morrison, Malgorzata Tusk (3-L) , wife of European Council President Donald Tusk pose in a field of Espelette pepper during a visit on traditional Basque culture as part of the G7 summit, in Espelette, near Biarritz, France, 25 August  2019.  The G7 Summit runs from 24 to 26 August in Biarritz.  EPA-EFE/REGIS DUVIGNAU / POOL  MAXPPP OUT
 Mynd: EPA-EFE - REUTERS POOL
Birta Björnsdóttir
Fréttastofa RÚV