Instagram reikningur afhjúpar stolnar flíkur

Mynd: Diet Prada / Instagram

Instagram reikningur afhjúpar stolnar flíkur

07.10.2019 - 14:26
Instagram-reikningurinn Diet Prada verður að teljast áhugaverður en hann er notaður til að afhjúpa það þegar hönnuðir í tískubransanum stela frá hvor öðrum.

Diet Prada er með um 1,6 milljón fylgjenda en hann var stofnað árið 2014 af Tony Liu og Lindsey Schuyler. Reikningurinn sérhæfir sig sem sagt í því að vekja athygli á því þegar tískuhús eða hönnuðir virðast hafa stolið frá öðrum. 

Það gæti komið mörgum á óvart hversu mikið er um stuld í tískubransanum en það tíðkast hvort heldur sem er að risar eins og Gucci og Dior steli frá hvor öðrum sem og að stærri tískuhús steli frá minni og yngri, óþekktari hönnuðum, eða jafnvel úr frægum bíómyndum eins og sést á myndinn hér fyrir neðan. 

Mynd með færslu
 Mynd: Diet Prada - Instagram

Reikningurinn segir líka frá misnotkun á módelum og rasisma í tískubransanum. Þau innsendar sögur frá módelum og tókst meðal annars að steypa fyrirtækinu Russel Bateman Skinny Bitch Collection af stóli. Þá hafa þau komið upp um áhrifavalda með eigin línur sem þau kaupa í raun af ódýrum heildsölum og selja sjálfir dýrar. 

Mynd með færslu
 Mynd: Diet Prada - Instagram

Karen Björg Þorsteinsdóttir ræddi Diet Prada í tískuhorni vikunnar, þú getur hlustað á tískuhornið í spilaranum hér fyrir ofan.