Athugið þessi frétt er meira en 3 ára gömul.

Innköllun vegna mjólkur í vegan pizzum

03.02.2020 - 16:51
Mynd með færslu
 Mynd: Mynd: Mast
Matvælastofnun varar vegan neytendur og neytendur með mjólkurofnæmi- og óþol við neyslu af tveimur gerðum af No Cheese vegan pizzum. Varan getur innihaldið mjólk án þess að það komi fram á umbúðum. 

Fyrirtækið Samkaup hf. hefur innkallað pizzurnar, í samráði við Heilbrigðiseftirlit Suðurnesja. Matvælastofnun fékk upplýsingar um vörurnar í gegnum RASFF hraðvirðvörunarkerfi Evrópu og gerði heilbrigðiseftirlitinu viðvart.

Í tilkynningu frá verslunum Iceland kemur fram að verslunin harmi það að varan hafi komist í umferð og farið verði yfir verkferla til þess að koma í veg fyrir að rangt merktar vörur fari í umferð.

andriyv's picture
Andri Yrkill Valsson
Fréttastofa RÚV