Athugið þessi frétt er meira en 2 ára gömul.

Innkalla vinsæla piparsósu sem springur vegna gerjunar

06.12.2019 - 12:47
Mynd með færslu
 Mynd: Sriracha hot chili sauce
Matvælaeftirlit Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur og verslunin Vietnam Market innkalla Sriracha Hot Chili Sause, vinsæla tegund piparsósu. Varan er innkölluð því flaskan getur sprungið vegna gerjunar.

Uppfært klukkan 13:26 - Matvælastofnun sendi uppfærða tilkynningu á öðrum tímanum í dag. Um er að ræða eina framleiðslulotu vörunnar. Upplýsingar um vöruna bárust Matvælastofnun í gegnum RASFF hraðviðvörunarkerfi Evrópu um hættuleg matvæli á markaði.

Um er að ræða Tuong Ot Sriracha Hot Chili Sauce. Flöskurnar innihalda 740 ml af piparsósu. Síðasti söludagur sósunnar er 1. mars 2021. Vietnam Market við Suðurlandsbraut hefur flutt vöruna inn og dreift henni hér á landi.

Í tilkynningu frá Matvælastofnun er viðskiptavinum bent á að hætta notkunn hennar og farga flöskunni. Einnig er hægt að skila henni í Vietnam Market, þar sem hún var keypt.

birgirthh's picture
Birgir Þór Harðarson
Fréttastofa RÚV