Athugið þessi frétt er meira en 1 ára gömul.

Innkalla súkkulaði sem líklega er plast í

13.01.2020 - 10:49
Mynd með færslu
 Mynd: aðsend mynd
Nói Síríus innkallar þrjár tegundir af súkkulaði þar sem ekki er hægt að útiloka að plast sé að finna í súkkulaðiplötunum. Þetta eru tvær stærðir af hreinu Síríus rjómasúkkulaði og ein stærð af Síríus suðusúkkulaði.

Plastið, sem kann að hafa farið í súkkulaðið, er ýmist blátt eða bleikt að lit og ætti því að vera neytendum sýnilegt þegar varan er opnuð, að því er segir í tilkynningu frá Nóa Síríus. 

Neytendur sem hafa keypt þessar vörur eru beðnir um að skila þeim í verslun eða á skrifstofu fyrirtækisins að Hesthálsi 2-4. Í tilkynningunni segir jafnframt að Nói Síríus harmi þau óþægindi sem þetta kann að hafa valdið neytendum. 

Mynd með færslu
 Mynd: aðsend mynd
Mynd með færslu
 Mynd: aðsend mynd
dagnyhe's picture
Dagný Hulda Erlendsdóttir