Innanríkisráðherra samþykkir framsal Assange

13.06.2019 - 10:06
Julian Assange gestures as he arrives at Westminster Magistrates' Court in London, after the WikiLeaks founder was arrested by officers from the Metropolitan Police and taken into custody Thursday April 11, 2019. Police in London arrested WikiLeaks founder Assange at the Ecuadorean embassy Thursday, April 11, 2019 for failing to surrender to the court in 2012, shortly after the South American nation revoked his asylum .(Victoria Jones/PA via AP)
Julian Assange kemur til dómshússins í Westminster þar sem hann var úrskurðaður í gæsluvarðhald. Mynd: AP - PA
Innanríkisráðherra Bretlands, Sajid Javid, hefur samþykkt beiðni bandarískra yfirvalda um framsal á Julian Assange stofnanda WikiLeaks þar sem hann hefur verið ákærður fyrir fjölda tölvuglæpa í tengslum við birtingu trúnaðargagna.

Breska dagblaðið Guardian greinir frá.

Breskir dómstólar taka lokaákvörðun um það hvort Assange verði framseldur vestur um haf.

Javid greindi frá ákvörðun sinni í sjónvarpsþætti í morgun og sagði ákvörðun breska yfirvalda um að taka Assange höndum hafi verið réttmæt, sem og framsalsbeiðni Bandaríkjamanna.

Gert er ráð fyrir að Assange verði leiddur fyrir dómara á morgun en hann var of veikburða til að koma fyrir dómara í maí þegar framsalsbeiðnin átti að vera tekin fyrir. Hugsanlega mætir hann fyrir dómara í Belmarsh-fangelsinu þar sem hann dvelur.

Assange dvaldi í mörg ár í sendiráði Ekvador í London en þarlend stjórnvöld heimiluðu bresku lögreglunni að handtaka hann þar í apríl.

Ákærurnar gegn Assange vestanhafs eru 18 talsins, meðal annars fyrir brot á njósnalögum fyrir að verða sér út um og birta trúnaðargögn bandarískra yfirvalda.