„Ingó sá eini sem kom til greina“

Mynd með færslu
 Mynd:

„Ingó sá eini sem kom til greina“

21.06.2013 - 10:55
„Þegar ákvörðun var tekin að gera breytingar þá var Ingó sá eini sem kom til greina," segir Hörður Orri Grettisson, í þjóðhátíðarnefnd, um þá ákvörðun að skipta um forsöngvara í brekkusöngnum á Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum.

Ingólfur Þórarinsson, oftast nefndur Ingó veðurguð, tekur við brekkusöngnum af Árna Johnsen sem hefur stýrt söngnum um áratugaskeið.

Ný Þjóðhátíðarnefnd tók til starfa síðastliðið haust og ákvað að gera nokkrar breytingar á Brekkusöngnum. Árni Johnsen hefur verið í aðalhlutverki síðustu tæpa fjóra áratugina, með einni undantekningu. Róbert Marshall, þá fréttamaður og nú þingmaður, stýrði brekkusöng eitt árið og síðustu ár hafa tveir tónlistarmenn, Jarl Sigurgeirsson og Sæþór Vídó, spilað undir á hluta brekkusöngsins. Nú verða hins vegar tímamót. Árni hættir með brekkusönginn og Ingó veðurguð tekur við. Hann stýrir brekkusöngnum einn þetta árið. Hörður Orri segir að það verði spennandi að fylgjast með Ingó stýra brekkusöngnum. „Það er Eyjapeyinn Ingólfur Þórarinsson sem varð fyrir valinu. Hann hefur mikil tengsl við Eyjar. Pabbi hans er alinn hér upp."

[email protected]

Tengdar fréttir

Mannlíf

Stuðmenn endurnýja kynnin við Þjóðhátíð

Mannlíf

Þjóðhátíðargestir eyddu 600 milljónum

Vestmannaeyjabær

Árni: Ein rödd brekkusöngsins

Innlent

Árni heiðraður fyrir brekkusöng