Grímur, Grímar Jónsson, framleiðandi og Arndís Hrönn Egilsdóttir, aðalleikkona myndarinnar, verða viðstödd sýninguna á Hvammstanga.
Myndin fer í almenna sýningu í kvikmyndahúsum um land allt á miðvikudaginn og í kvikmyndahús víðs vegar um Evrópu í haust.
Gerir uppreisn gegn kaupfélaginu í héraðinu
Héraðið segir sögu Ingu, miðaldra kúabónda, sem býr í litlu samfélagi. Inga gerir uppreisn gegn kaupfélaginu á staðnum. Erfiðlega gengur hjá henni að fá aðra bændur í lið með sér þar sem kaupfélagið hefur sterk ítök í sveitinni.
Grímur segir að staðirnir þrír, Hvammstangi, Búðardalur og Blönduós hafi hentað vel söguþræði myndarinnar. Þá sé Kaupfélagið á Hvammstanga einstaklega fallegt. Fjöldi heimamanna fór með hlutverk í kvikmyndinni. Margir þeirra höfðu ekki leikið áður, segir hann.
Hann segir að tökur hafi gengið vel eftir erfiða byrjun. Á fyrsta tökudegi varð tökumaður óvinnufær sökum tannpínu og þurfti að komast til tannlæknis í Reykjavík. Eftir endajaxlatöku hafi hann svo getað hafið störf á ný. Allt endaði vel, segir Grímur.
Einvalalið leikara
Arndís fer með hlutverk Ingu. Hún hefur meðal annars leikið í sjónvarpsþáttunum Pressu og Föngum og í kvikmyndinni Þröstum. Með önnur hlutverk fara þau Sveinn Ólafur Gunnarsson, Sigurður Sigurjónsson, Hinrik Ólafsson, Hannes Óli Ágústsson og Edda Björg Eyjólfsdóttir.
Kvikmyndin er íslensk, dönsk, þýsk, og frönsk samframleiðsla. Grímar Jónsson hjá Netop Films er aðalframleiðandi hennar.