Íhugaði að gefa mörghundruð þúsund króna hring

Mynd: RÚV / RÚV

Íhugaði að gefa mörghundruð þúsund króna hring

12.12.2019 - 08:30
Jólakortið heldur áfram en á þessum tólfta degi desembermánaðar fékk Jafet Máni tónlistarkonuna Bríeti til liðs við sig til að finna jólagjöf handa Helgu Margréti.

Jafet Máni er nokkuð snemma í því að redda jólagjöf handa Helgu Margréti enda eðlilegt að samstarfsfélagarnir gefi hvoru öðru jólagjöf þar sem þau þurfa að verja jólunum saman. Vinkona Mána, tónlistarkonan Bríet, er þó í einhverjum vandræðum með að átta sig á eðli sambands þeirra tveggja. Jafet Máni vill að gjöfin höfði til smekks Helgu en feli þó ekki of mikil skilaboð í sér, eins og demantshringur myndi eðli málsins samkvæmt gera. 

Þetta er tólfi þáttur jóladagatals RÚV núll. Alla þættina má nálgast í spilara RÚV hér en einnig á samfélagsmiðlunum Facebook og Instagram. Einnig má horfa á þáttinn efst í þessari frétt. 

Tengdar fréttir

Jólakraftaverk með Helga Björns

Slys á skautasvelli miðborgarinnar

Enginn friður hjá Helgu um helgar