Athugið þessi frétt er meira en 2 ára gömul.

Ída Jónasdóttir Herman er látin

10.10.2019 - 07:43
Mynd með færslu
 Mynd: Heidi Herman-Kerr - Aðsend mynd
Ída Jónasdóttir Herman er látin, 94 ára að aldri. Fjallað var um lífshlaup Ídu í heimildaþættinum Aldrei of seint á RÚV í vor.

Ída var fædd á Íslandi árið 1925. Hún fékk fyrst íslenskra kvenna leyfi til að giftast bandarískum hermanni. Við lok seinni heimsstyrjaldar flutti hún með manni sínum til Bandaríkjanna og missti í kjölfarið íslenskan ríkisborgararétt samkvæmt þágildandi lögum. Langþráður draumur Ídu að endurheimta ríkisborgararéttinn varð að veruleika í sumar, eftir að Alþingi samþykkti að veita henni hann.

Mynd: RÚV / RÚV