Athugið þessi frétt er meira en 2 ára gömul.

Icelandair lækkaði um 18% - rauður dagur í Kauphöllinni

16.03.2020 - 16:28
Mynd með færslu
 Mynd: Bjarni Rúnarsson - RÚV
Gengi hlutabréfa í Icelandair lækkaði um rétt tæplega 18% í Kauphöllinni i dag. Gengi hlutabréfa í öllum skráðum félögum í Kauphöllinni lækkaði á þessum fyrsta degi samkomubanns, að undanskildum bréfum í Heimavöllum sem stóðu í stað. Mesta lækkunin varð á gengi bréfa í Icelandair.

Verð bréfa í Icelandair stendur nú í 3,45 krónum á hlut. Viðskipti með bréf í félaginu námu tæpum 50 milljónum króna í dag, en fjöldi viðskipta var 164. Félagið tilkynnti í gærkvöldi að það þurfi að draga úr flugframboði um allt að þrjátíu prósent vegna COVID-19 faraldursins.

Næstmest lækkun varð á gengi bréfa í Kviku banka, eða um rúmlega 11%. Þá lækkaði virði bréfa í Arion banka um tæplega 8%.

Úrvalsvísitalan lækkaði um 5,22% í dag.