Athugið þessi frétt er meira en 2 ára gömul.

Icelandair í leiguflugi fyrir norska herinn

26.03.2020 - 13:45
U.S. Air Force F-35A Lightning II Joint Strike Fighters from the 58th Fighter Squadron, 33rd Fighter Wing, Eglin AFB, Fla. perform an aerial refueling mission with a KC-135 Stratotanker from the 336th Air Refueling Squadron from March ARB, Calif., May 14, 2013 off the coast of Northwest Florida. The 33rd Fighter Wing is a joint graduate flying and maintenance training wing that trains Air Force, Marine, Navy and international partner operators and maintainers of the F-35 Lightning II. (U.S. Air Force photo by Master Sgt. Donald R. Allen/Released)
 Mynd: Google - RÚV
Icelandair sinnti í dag leiguflugi fyrir norska herinn. Verkefnið fólst í því að fjúga 108 liðsmönnum norska flughersins, sem voru strandaglópar hér á landi, heim til sín. 20 norskir hermenn urðu eftir til að taka saman búnaðinn sem fylgir loftrýmisgæslu á vegum Nató.

Ásdís Ýr Pétursdóttir, upplýsingafulltrúi Icelandair, staðfestir í samtali við fréttastofu að flugfélagið hafi í dag sinnt leiguflugi fyrir norska herinn. Flugfélagið fái nú talsvert af fyrispurnum um leiguflug.

Icelandair fór aðeins í tvö farþegaflug í dag, annað til Boston og aftur heim en hitt var til Lundúna og aftur heim.

Norski flugherinn kom hingað til lands í byrjun mánaðarins til að sinna loftrýmisgæslu á vegum Nató. Herinn sinnti þessu hlutverki fyrir fjórum árum og nýtti núna tækifærið til að frumsýna nýja orrustuþotu; F-35

Ásgeir Erlendsson, upplýsingafulltrúi Landhelgisgæslunnar,  segir í samtali við fréttastofu að hermennirnir 108 hafi verið strandaglópar hér á landi. Þeir hafi átt að fara með herflutningavél frá norska hernum en hún hafi verið upptekin í öðrum verkefnum.  

Því hafi lendingin orðið sú að leigja vél frá Icelandair til að fljúga hermönnunum heim. Vélin lenti fyrst í Bardufoss, þaðan flaug hún til Örland og síðan til Óslóar.

Ásgeir segir að 20 liðsmenn norska flughersins hafi orðið eftir til að taka saman búnaðinn sem fylgir loftrýmisgæslunni.  Þeir þurfi að bíða eftir flutningaskipi sem flytji búnaðinn aftur til Noregs.  Ekki er búið að ákveða hvernig eða hvenær þeir komast heim.

 

freyrgigja's picture
Freyr Gígja Gunnarsson
Fréttastofa RÚV