Athugið þessi frétt er meira en 1 ára gömul.

Icelandair flýgur til Danmerkur á morgun

13.03.2020 - 21:28
Mynd með færslu
 Mynd: Bjarni Rúnarsson - RÚV
Ekki hefur verið gerð nein breyting á flugi Icelandair til Danmerkur á morgun þrátt fyrir að Mette Frederiksen, forsætisráðherra landsins, hafi tilkynnt síðla dags að landamærum að landinu yrði lokað á morgun.

Ásdís Ýr Pétursdóttir, upplýsingafulltrúi Icelandair,  segir að morgunfluginu verði flýtt örlítið og vélin sem á að fara seinni hluta dags verður á áætlun.

Samkvæmt upplýsingum á vef Isavia er morgunflugið áætlað klukkan 7.15 og áætlað er að síðdegisvélin fari í loftið klukkan 15. 

Ásdís Ýr tekur fram að upplýsingarnar um ákvörðun forsætisráðherra Danmerkur séu nýjar og Icelandair fylgist vel með þróun mála og meti stöðuna. 

 

Jón Hákon Halldórsson
Fréttastofa RÚV