Athugið þessi frétt er meira en 2 ára gömul.

Icelandair aflýsir öllu flugi vegna veðurs

04.10.2019 - 15:41
Mynd með færslu
 Mynd: Ásgeir Tómasson - RÚV
Icelandair hefur aflýst öllu flugi frá landinu það sem eftir er dags vegna veðurs. Alls eru 14 flug sem félagið neyðist til að fella niður.

„ Nú erum við komin á fullt í að reyna að finna ný flug fyrir farþegana. Við munum hafa samband við þá með uppfærða ferðaáætlun þegar hún liggur fyrir,“ segir Ásdís Ýr Pétursdóttir, upplýsingafulltrúi Icelandair, í samtali við fréttastofu. Þá geti farþegar einnig fylgst með framvindu mála á heimasíðu félagsins. 

„ Fólk mun í fyrsta lagi fá flug á morgun. En við munum gera allt sem við getum að koma fólki nýtt flug sem fyrst,“ segir Ásdís Ýr Pétursdóttir. 

Lögreglan á Suðurnesjum varar við því að mjög hvasst sé á Reykjanesbraut. Sérstaklega er varað við því að stórfarartæki sem taka á sig mikinn vind, séu á ferðinni. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á Suðurnesjum hafa ekki borist beiðnir um aðstoð vegna óveðursins.

andriyv's picture
Andri Yrkill Valsson
Fréttastofa RÚV