Íbúar hvattir til útivistar

19.03.2020 - 10:10
Mynd með færslu
 Mynd: María H. Tryggvadóttir
Akureyringar eru hvattir til þess að nýta fjölbreytta útivistarmöguleika svæðisins nú þegar samkomubann gildir og íþróttastarf raskast. Sérstök áhersla hefur verið lögð á að hreinsa helstu gönguleiðir af því tilefni.

Nú þegar margir þurfa að vera mikið heima og íþróttastarf hefur raskast hefur sérstök áhersla hefur verið lögð á að moka og hreinsa af göngustígum innanbæjar á Akureyri. Þetta er hluti af aðgerðaráætlun bæjarins vegna þeirra aðstæðna sem hafa skapast í samfélaginu og á auðvelda íbúum að stunda hreyfingu og njóta útiveru. Þetta kemur fram á heimasíðu Akureyrarbæjar.

Hreyfing mikilvæg á tímum sem þessum

„Eins og flestir vita skiptir regluleg hreyfing okkur miklu máli og sérstaklega á tímum sem þessum. Allir sem eiga þess kost eru hvattir til að hreyfa sig og nýta fjölbreytta útivistarmöguleika á Akureyri“

Tilvalið sé að skella sér í göngu-eða hjóltúr um bæinn, ganga upp að Fálkafelli eða nýta gönguskíðabrautir í Kjarnaskógi og Naustaborgum. 

Einn smitaður á Norðurlandi eystra

Samkvæmt covid.is eru 100 í sóttkví á Norðurlandi eystra og einn smitaður. Fyrr í vikunni var sagt frá því að ung kona hefði greinst með veiruna á Akureyri. Í framhaldi voru börn á tveimur deildum í leikskólanum Hólmasól sett í sóttkví. Samkvæmt heimildum fréttastofu reyndust hvorki maður konunnar né barn smitað af veirunni. 

Úlla Árdal
Fréttastofa RÚV
Síðast:
Þessi þáttur er í hlaðvarpi