Athugið þessi frétt er meira en mánaðargömul.

Íbúar Flórída búa sig undir fellibyl

30.08.2019 - 16:35
epa07804296 A handout composite satellite photo dated 29 August 2019 and made available by NASA Earth Observatory shows category two Hurricane Dorian as it passes the east coast of Puerto Rico, 29 August 2019 in an image with data acquired by the Geostationary Operational Environmental Satellite 16 (GOES-16). The US National Hurricane Center reported sustained winds of 85 miles (140 kilometers) per hour. Florida governor Ron DeSantis has declared on 28 August a state of emergency in Florida as Dorian could make landfall as a category 3 hurricane over the weekend.  EPA-EFE/NASA EARTH OBSERVATORY HANDOUT  HANDOUT EDITORIAL USE ONLY
 Mynd: EPA-EFE - NASA EARTH OBSERVATORY
Íbúar í Flórída í Bandaríkjunum hafa í dag verið að birgja sig upp af matvælum og vatni áður en fellibylurinn Dorian kemur þar að landi eftir helgi. 

Dorian telst nú annars stigs fellibylur en spár gera ráð fyrir að hann verði kominn á fjórða stig af fimm þegar hann fer inn yfir Flórídaskaga. Búist er við að það verði seint á mánudag eða á þriðjudagsmorgun. 

Ron DeSantis, hefur lýst yfir neyðarástandi um allt ríkið og 4.000 þjóðvarðliðar hafa verið kallaðir út til að aðstoða við hjálpar- og björgunarstörf.