Í þriðja sinn sem Ólympíuleikar í Japan eru færðir til

Mynd með færslu
 Mynd: IOC

Í þriðja sinn sem Ólympíuleikar í Japan eru færðir til

24.03.2020 - 14:23
Það að Ólympíuleikunum 2020 í Tókýó hafi verið frestað um allt að eitt ár í dag, er ekkert nýtt. Þetta er nefnilega í þriðja sinn frá stofnun nútíma Ólympíuleika 1896 sem Ólympíuleikum sem úthlutað hefur verið til Japana eru færðir til.

Árið 1940 stóð til að halda vetrarólympíuleika í Sapporo og sumarólympíuleika í Tókýó. Í júlí 1938 hófst hins vegar styrjöld milli Japana og Kínverja, þannig að vorið 1939 ákvað IOC, Alþjóða Ólympíunefndin að færa vetrarleikana til Garmisch-Partenkirchen í Þýskalandi. Sumarólympíuleikarnir 1940 áttu að vera í Tókýó en var með sömu rökum úthlutað áfram og það til Helsinki í Finnlandi.

Haustið 1939 braust hins vegar síðari heimsstyrjöldin út og í nóvember það ár var ákveðið að aflýsa Ólympíuleikunum 1940.

Japönum hefur þó tvíegis tekist að halda Ólympíuleika á tilsettum tíma, án þess að heimsástandið hefði áhrif á. Sumarólympíuleikarnir árið 1964 voru haldnir í Tókýó og þóttu afar glæsilegir og vel heppnaðir. Sömu sögu er að segja um vetrarólympíuleikana 1972 í Sapporo og í Nagano 1998.

Tengdar fréttir

Ólympíuleikar

Ólympíuleikunum frestað

Ólympíuleikar

Vilja fresta HM í frjálsum til að liðka fyrir ÓL 2021

Íþróttir

Segir að Ólympíuleikunum verði frestað

Ólympíuleikar

Gríðarlegt mál að fresta Ólympíuleikunum