Athugið þessi frétt er meira en 4 ára gömul.

Í dag skein sól

Mynd: RÚV / RÚV

Í dag skein sól

31.08.2018 - 18:39

Höfundar

Í dag skein sól (1927) eftir Pál Ísólfsson og Davíð Stefánsson.

Páll Ísólfsson (1893–1974) var einn dáðasti tónlistarmaður Íslands á 20. öld. Hann sneri heim frá námi í Þýskalandi og París árið 1922 og lét þegar að sér kveða sem organisti, kórstjóri, kennari og tónskáld.

Nokkur vinsælustu sönglaga hans urðu til í samstarfi við Davíð Stefánsson frá Fagraskógi og er Í dag skein sól eitt þeirra. Um samstarf þeirra sagði Páll í viðtalsbókinni Hundaþúfan og hafið sem Matthías Johannessen skráði: „Mér finnst eins og mörg kvæði hans kalli beinlínis á lög og ég hef reynt að svara þessu kalli með að kompónera við þau.“

Í dag skein sól er líklega samið 1927 og frumflutt sama ár á tónleikum Páls og Sigurðar Birkis í Nýja bíói.


Sinfóníuhljómsveit Íslands og RÚV tóku í þriðja sinn saman höndum og gáfu landsmönnum kost á að ráða efnisskránni á fyrstu tónleikum hljómsveitarinnar á nýju starfsári. Í þetta sinn gafst almenningi færi á að velja uppáhalds íslensku tónsmíðina sína í tilefni 100 ára fullveldisafmælis. Hljómsveitarstjóri var Daníel Bjarnason.