Athugið þessi frétt er meira en 3 ára gömul.

Í ætisleit með mismikilli fyrirhöfn

30.10.2019 - 14:04
Mynd: Kristinn Þeyr Magnússon / RÚV
Það er mikið dýralíf í fjörunni við Voga á Vatnsleysuströnd þar sem Kristinn Þeyr Magnússon myndatökumaður fylgdist nýverið með fuglum og fjórfætlingum. Minkur læddist þar um þangfulla fjöruna og mávur fylgdist grannt með sjófarendum. Þessir tveir félagar voru í ætisleit með mismikilli fyrirhöfn þó.

Minkurinn vílaði ekki fyrir sér að stinga sér til sunds þótt kalt væri enda vel hærður. „Feldur minka er úr tvennskonar hárum, þeli og vindhárum, og er þéttleiki þelsins allt að 80% meiri á vetrum en yfir sumartímann en vindhárin haldast óbreytt. Þelið er vatnsheld loftgildra og virkar vel sem einangrun gegn kulda, jafnvel í vatni.  Minkar eru flinkir að synda og geta kafað eftir bráð í vatni eða sjó. Göngulag þeirra er sérkennilegt vegna þess hve langt er á milli stuttra fóta,“ segir á vef Náttúrufræðistofnunar Íslands.