Athugið þessi frétt er meira en 2 ára gömul.

Hvítur, hvítur dagur besta myndin í Motovun

Mynd með færslu
 Mynd: Join Motion Pictures

Hvítur, hvítur dagur besta myndin í Motovun

27.07.2019 - 17:23

Höfundar

Kvikmyndin Hvítur, hvítur dagur eftir Hlyn Pálmason var valin besta mynd kvikmyndahátíðarinnar í Motovun í Króatíu. Ingvar E. Sigurðsson, aðalleikari myndarinnar, tekur við verðlaununum í kvöld. Það var einróma ákvörðun dómnefndar að velja myndina.

 

Hvítur, hvítur dagur fjallar um Ingimund lögreglustjóra sem hefur verið í starfsleyfi frá því að eiginkona hans lést óvænt af slysförum. Í sorginni einbetir hann sér að því a byggja hús fyrir dóttur sína og afastelpu, þar til athygli hans beinist að manni sem hann grunar að hafi átt í ástarfsambandi við konu sína.