Hvetur EGF til að sniðganga Kvennablaðið

27.02.2014 - 10:12
Mynd með færslu
 Mynd:
Vigdís Hauksdóttir þingmaður Framsóknarflokksins og formaður fjárlaganefndar Alþingis hvetur snyrtivörufyrirtæki til að hætta að kaupa auglýsingar í Kvennablaðinu. Þetta segir Vigdís á Facebook og tengir á umfjöllun vefmiðilsins um sig, sem henni mislíkar.

Stór auglýsing frá snyrtivörufyrirtækinu birtist fyrir ofan umfjöllunina.

„Ég hvet EGF til að hætta að kaupa auglýsingar á þessum miðli sem kennir sig við "konur" - einn pistlahöfunda/ábyrgðarkona er eiginkona Regnbogamannsins sem lenti saman við Elínu Hirst er hún tjáði sig í þinginu um málefni sem samtökin hafa barist fyrir. Eru þær konur sem eru pistlahöfundar hér stoltar af þessum miðli - um leið og átakinu "konur til forystu" var hleypt af stokkunum? Svari nú hver fyrir sig?,“ segir Vigdís á Facebook.

Birgitta Jónsdóttir þingmaður Pírata segir á Facebook að hún hyggist taka málið upp á Alþingi í dag og kallar það ótrúlega aðför að tjáningarfrelsinu.

Síðast:
Þessi þáttur er í hlaðvarpi