Hversu skítugur er fataskápurinn þinn?

Mynd: ThreadUp / threadup.com

Hversu skítugur er fataskápurinn þinn?

28.01.2020 - 10:58
Vefsíðan ThreadUp er stærsta netverslun með notaðan fatnað í heiminum. Nýlega settu þeir inn próf á síðuna sína þar sem hægt er mæla hversu mikið fataskápurinn þinn mengar.

Tískuiðnaðurinn er samtals með stærra kolefnisspor en flug og skipasamgöngur samanlagðar. Það getur því verið áhugavert að átta sig á því hvaða áhrif fataskápurinn mans getur haft á umhverfið og hvað maður gert til að draga eitthvað úr losun. Karen Björg, tískuspekingur RÚV núll, fór yfir próf ThreadUp í tískuhorni vikunnar. 

Meðal þess sem prófið skoða er hversu oft þú kaupir föt, hversu mikið, hvernig þú kaupir þau, hversu oft þú þværð þvott og hvernig, svo dæmi séu tekin. Þegar niðurstaða er komin býður ThreadUp þér upp á ráð til þess að minnka þá losun sem kemur úr þínum fataskáp. 

Taktu prófið hér.

Þú getur hlustað á tískuhorn vikunnar í spilaranum hér fyrir ofan.