Hverskyns hreyfing góð við jólastressinu

Mynd: RÚV / RÚV

Hverskyns hreyfing góð við jólastressinu

14.12.2019 - 10:00
Eins og sást í síðasta þætti Jólakortsins er spennustigið orðið hátt á aðventunni og jólastressið farið að segja til sín í samskiptum þeirra Helgu Margrétar og Jafets Mána. Þá er um að gera að vinna bug á því.

Helga Margrét hringdi því í Hildi, vinkonu sína og tónlistarkonu, og fékk hana til að kíkja með sér í spinning tíma því hvað er betra við stressi en að koma blóðinu á hreyfingu og svitna svolítið. Taka almennilega á því. 

Það vildi þó ekki betur til en svo að Jafet Máni var á sama stað í sömu erindargjörðum, sem er ekki endilega til þess fallið að róa taugarnar í Helgu. Hann var mættur í ræktina með Já OK bræðrunum Vilhelm Neto og Fjölni til þess að eiga rólega stund á aðventunni. 

Þetta er fjórtándi þáttur Jólakortsins, jóladagatals RÚV. Allir þættirnir eru aðgengilegir á spilara RÚV og samfélagsmiðlum RÚV núll. Við mælum með að missa ekki af neinum þætti fram að jólum. 

Tengdar fréttir

Sauð upp úr á milli vinnufélaganna

Íhugaði að gefa mörghundruð þúsund króna hring

Jólasveinn á kafi í Reykjavíkurtjörn