Hverjir komast í úrslit Gettu betur?

Hverjir komast í úrslit Gettu betur?

06.03.2020 - 19:18
Í kvöld ræðst hvort lið Menntaskólans í Reykjavík eða Verzlunarskóla Íslands mætir liði Borgarholtsskóla í úrslitum Gettu betur föstudaginn 13. mars.

Menntaskólinn í Reykjavík sigraði Kvennaskólann í 8-liða úrslitum en Verzlunarskólinn vann Menntaskólann á Ísafirði. MR er auðvitað sigursælasti skóli keppninnar en Verzlunarskólinn hefur einu sinni hampað hljóðnemanum, árið 2004. 

Borgarholtsskóli sem sigraði Fjölbrautaskólann við Ármúla í síðustu viku í æsispennandi keppni þar sem úrslitin réðust ekki fyrr en í bráðabana. Sigurvegari kvöldsins mætir því Borgó í úrslitum keppninnar sem fara fram í Austurbæ föstudaginn 13. mars.

Spurningahöfundar og dómarar í Gettu betur eru Ingileif Friðriksdóttir, Vilhelm Anton Jónsson og Sævar Helgi Bragason. Spyrill er Kristjana Arnarsdóttir. Bein útsending frá keppni kvöldsins hefst á RÚV klukkan 19:45 en hana má einnig sjá í spilaranum hér fyrir ofan.