Athugið þessi frétt er meira en 2 ára gömul.

Hverfisgata lokuð að hluta í sumar

10.05.2019 - 10:28
Mynd með færslu
 Mynd: Eggert Þór Jónsson - RÚV
Í sumar verða framkvæmdir á Hverfisgötu milli Ingólfsstrætis og Smiðjustígs. Lagnir verða endurnýjaðar í Ingólfsstræti milli Hverfisgötu og Laugavegs. Því verður hluti Hverfisgötu lokaður milli Ingólfsstrætis og Smiðjustígs í sumar.

Framkvæmdir hefjast 14. eða 15. maí næstkomandi og standa yfir til loka ágústmánaðar. Lagðar verða fráveitu- og kaldavatnslagnir og tengingar í aðliggjandi götur. Skipt verður um jarðveg og lagnir veitufyrirtækja endurnýjaðar að stórum hluta.

Þetta hefur áhrif á leiðakerfi Strætó og leiðir 1, 6, 11, 12, 13 og 14 aka um Sæbraut í stað Hverfisgötu.

Nánar má lesa um framkvæmdirnar á vef Reykjavíkurborgar.

thorvardurp's picture
Þorvarður Pálsson
Fréttastofa RÚV