Athugið þessi frétt er meira en 7 ára gömul.

Hver er hræddur við Virginíu Woolf?

Mynd: Borgarleikhúsið / Borgarleikhúsið_vefur

Hver er hræddur við Virginíu Woolf?

15.01.2016 - 17:01

Höfundar

Verðlaunaleikritið Hver er hræddur við Virginíu Woolf? verður frumsýnt í Borgarleikhúsinu í kvöld, föstudaginn 15. janúar. Leikstjóri sýningarinnar Egill Heiðar Anton Pálsson kíkti til okkar í Víðsjá og spjallaði um verkið og erindi þess þá og nú, nýklassíkina sem á bankar fast á dyrnar í dag og margslungnar manneskjur.

Hver er hræddur við Virginíu Woolf? er eftir leikskáldið Edward Albee en hann er eitt fremsta leikskáld Bandaríkjanna. Leikritið var frumsýnt í New York árið 1962 og kvikmyndað skömmu síðar með þeim Elizabeth Taylor og Richard Burton. Það hefur allar götur síðan talist til sígildra leikrita og leikið um allan heim. 

"Sko setningin er svona: Ég hata ég elska þig, ég elska ég hata þig, ég elska að hata þig, ég elska að elska þig ég hata að hata þig - þetta er fólkið mál" svarar Egill Heiðar þegar hann er spurður út í ástina í verkinu.