Athugið þessi frétt er meira en 2 ára gömul.

Hvalreki kostaði Suðurnesjabæ milljón

21.09.2019 - 17:06
Mynd með færslu
 Mynd: Hilmar Bragi Bárðarson - Víkurfréttir
Kostnaður Suðurnesjabæjar vegna grindhvalavöðu sem synti upp í fjöru við Útskála fyrir rúmum mánuði var um 1,2 milljónir króna.

Á vef Víkurfrétta segir Ólafur Þór Ólafsson formaður bæjarráðs Suðurnesjabæjar að auk kostnaðarins hafi mikill tími og orka farið í hvalastrandið hjá starfsfólki bæjarins. Um 50 hvalir syntu upp í fjöru við Útskála, það tókst að bjarga um 30 en um 20 drápust eða voru aflífaðir. Björgunarsveitin Ægir var með mikinn viðbúnað og sá svo um að sökkva hræjunum í Garðsjó.