Athugið þessi frétt er meira en 5 ára gömul.

Hvalreki í Staðasveit

18.02.2017 - 16:19
Mynd með færslu
 Mynd: Rúna Magnúsdóttir
Dauður hvalur fannst í fjörunni fyrir neðan Gisthúsið Langaholti Ytri-Görðum í Staðarsveit á sunnanverðu Snæfellsnesi í dag.

Rúna Björg Magnúsdóttir, í Gistihúsinu Langaholti, segir ýmislegt hafa komið upp úr fjörunni en hval hafi ekki rekið þarna á land þau sjö ár sem hún hefur búið á staðnum. Ekki er ljóst af hvaða tegund hvalurinn er en hann virðist nokkuð langur.  

Ásrún Brynja Ingvarsdóttir
Fréttastofa RÚV