Athugið þessi frétt er meira en 3 ára gömul.

Hundruð sýndu Muhammed og fjölskyldu samstöðu

02.02.2020 - 15:07
Mynd með færslu
 Mynd: Hólmfríður Dagný Friðjónsd - RÚV
Fullt var út úr dyrum i Vesturbæjarskóla í dag þegar fólk kom saman til að sýna hinum sjö ára gamla Muhammed og foreldrum hans, Faisal og Nihu Khan samstöðu. Fjölskyldan er frá Pakistan en hefur búið hér á landi í rúm tvö ár og litli drengurinn talar reiprennandi íslensku.

Fjölskyldan óskaði eftir alþjóðlegri vernd á Íslandi í lok árs 2017. Beiðninni var hafnað og til stendur að flytja þau úr landi á morgun. Viðburðurinn í Vesturbæjarskóla var skipulagður af foreldrum barna sem sækja Vesturbæjarskóla, en Muhammed er nemandi við skólann.

Úr Vesturbæjarskóla verður gengið í dómsmálaráðuneytið. Þar verða afhentar um 17 þúsund undirskriftir þar sem þess er krafist að fjölskyldan fái að vera á Íslandi. 

 

Jón Hákon Halldórsson
Fréttastofa RÚV