Athugið þessi frétt er meira en 2 ára gömul.

Húkkaraball hverja einustu helgi á „Biffanum“

Mynd: RÚV / RÚV

Húkkaraball hverja einustu helgi á „Biffanum“

02.11.2019 - 10:27

Höfundar

Rapparinn Emmsjé Gauti segir að b5 eða „Biffinn“ sé sá skemmtistaður í Reykjavík þangað sem ólofað fólk komi helst til að finna sér maka, og þess vegna sé iðulega feikilega löng röð þar fyrir utan.

„Maður getir oft þegar maður er á röltinu að spá hversu margir séu á djamminu, þá lítur maður bara á röðina á b5. Ef það er lítið af fólki þar þá er lítið af fólki í bænum almennt,“ segir Gauti sem er viðmælandi Guðrúnar Sóleyjar í Sporinu í kvöld. „Fólk sem er „single“ kemur hingað til að finna maka. Þetta er eins og húkkaraballið, bara stöðugt.“ Gauti lýsir svo því sem hann nefnir svartholið, sem sé svæðið næst plötusnúðinum. „Þar fer fólk að dansa, og hverfur svo, laumar sér út með einhverjum. Þess vegna er þetta kallað Bermúdaþríhyrningurinn.“

Í fimmta þætti af Sporinu verður kannað hvaða hlutverki dansinn gegnir í tilhugalífi og mökunarvenjum mannskepnunnar.

Tengdar fréttir

Menningarefni

Dansa til að vera sterk en ekki kynþokkafull

Dans

Dansæði heimsins á einni mínútu

Menningarefni

Breikdansaði með Ólafi Elíassyni

Dans

„Íslendingar dansa ekki eftir takti“