Athugið þessi frétt er meira en 2 ára gömul.

Hugtakið sjálfbær nýting misnotað

14.06.2019 - 18:41
Mynd: Arnar Páll Hauksson / Arnar Páll Hauksson
Hugtakið sjálfbær nýting er misnotað við framkvæmd gæðastýringar í sauðfjárrækt. Bændur fá greiðslur frá ríkinu vegna gæðastýringar. Prófessor segir að allir bændur fái greiðslurnar ef þeir sæki um. Upplýsingar notaðar eru til að taka ákvörðun um landnýtingu séu of takmarkaðar og einfaldar.

Í búvörusamningum er kveðið á um beingreiðslur vegna gæðastýringar í sauðfjárrækt. Gerðar eru kröfur um velferð búfjár, sjálfbæra landnýtingu, hollustu afurða og fleiri  skilyrði til að fá greiðslur. Ólafur Arnalds, prófessor við Landbúnaðarháskólann, gagnrýnir framkvæmdina í nýrri skýrslu þegar kemur að landnýtingarþættinum. Þar sé víða pottur brotinn. Hugtakið sjálfbær nýting sé misnotað í tengslum gæðastýringar í sauðfjárrækt. Það standist ekki að markaðssetja afurðir sem  framleiddar eru á verstu svæðunum sem græna framleiðslu. Umtalsverður hluti sauðfjárbeitar á Íslandi stenst ekki fagleg viðmið um sjálfbæra nýtingu.

Rætt var við Ólaf Arnalds í Speglinum. Hlusta má á það í spilaranum hér að ofan