Athugið þessi frétt er meira en 1 ára gömul.

Hugarflug með Hildi Guðnadóttur í beinni

Mynd með færslu
 Mynd: Timothée Lambrecq

Hugarflug með Hildi Guðnadóttur í beinni

13.02.2020 - 12:47

Höfundar

Hildur Guðnadóttir tónskáld er annar lykilfyrirlesara níundu Hugarflugsráðstefnu Listaháskóla Íslands sem hefst í dag. Samtal hennar við Fríðu Björk Ingvarsdóttur, rektor LHÍ, verður streymt í beinni klukkan 17.00 í dag.

Hugarflug, árleg ráðstefna Listaháskólans, er vettvangur starfsfólks, nemenda og annarra sem stunda sköpun og rannsóknir á fræðasviðum lista eða í návígi þeirra til að mætast og spyrja spurninga, gera tilraunir og kynna verkefni sín. Ætlunin er að greiða fyrir möguleikum á samstarfi þvert á ólík svið og plægja akurinn fyrir nýjar tengingar og samræður.

Lykilfyrirlesarar ráðstefnunnar eru Hildur Guðnadóttir og Egill Sæbjörnsson sem hvort um sig hafa vakið mikla athygli fyrir notkun sína á frásagnarmöguleikum listarinnar. Sigurganga Hildar hefur vakið mikla athygli. Hún varð fyrir skemmstu fyrst Íslendinga til að fá Óskarsverðlaun, auk þess sem hún getur státað af því að hafa unnið til Emmy, Golden Globe, Grammy og BAFTA verðlauna á fimm mánaða tímabili.

Á opnunarkvöldi Hugarflugs, fimmtudaginn 13. febrúar 2020, fer Hildur Guðnadóttir yfir feril sinn, verk, rannsóknir og vinnuaðferðir í fjarfundarsamtali við Fríðu Björk Ingvarsdóttur, rektor Listaháskóla Íslands. Hægt verður að fylgjast með samtali þeirra í beinni útsendingu hér á RUV.is.

Dagskrá ráðstefnunnar er að finna á vef Listaháskóla Íslands.

Tengdar fréttir

Klassísk tónlist

Pitchfork velur sjö ómissandi hljóðritanir Hildar

Tónlist

„Líður eins og landsliðinu“

Tónlist

Kvennakraftur fullkomnaður á sviðinu

Kvikmyndir

Hildur um sigurinn: Þetta var býsna brjálað augnablik