Í heimsfaraldrinum sem nú geisar eru margir landsmenn, sem venjulega eru á fleygiferð og með þéttskipaða dagskrá, knúnir til að taka í bremsuna og halda sig heima við. Úlfhildur, bókavörður hjá Borgarbókasafninu, hvetur innilokaða samlanda sína til að glugga loks í bækurnar sem lítill tími gafst áður til að lesa. Og það þarf alls ekki að fara langt til að næla sér í bók.