Athugið þessi frétt er meira en 9 ára gömul.

Hrossakjöt fannst í First Price-lasanja

15.02.2013 - 13:39
Mynd með færslu
 Mynd:
Hrossakjöt hefur fundist í frosnu lasanja sem selt er í Noregi undir vörumerkinu First Price. Þetta kemur fram í yfirlýsingu sem verslanakeðjan NorgesGruppen sendi frá sér í dag.

Fyrirtækið rekur yfir 1.700 matvöruverslanir um allan Noreg og um 600 söluturna, að því er kemur fram á vef þess. Sýni voru tekin um leið og fregnir bárust af því að hrossakjöt hefði verið notað í stað nautakjöts í lasanja-réttina. Niðurstöðurnar komu í dag. Fréttamiðlar í Noregi hafa eftir talsmanni NoregsGruppen að yfir 60 prósent hrossakjöts hefðu verið í sýnunum. First  Price lasanjað var fjarlægt úr verslunum fyrirtækisins á föstudaginn var.