Athugið þessi frétt er meira en 8 ára gömul.

Hraunbreiðan orðin stærri en Mývatn

28.09.2014 - 12:45
Mynd með færslu
 Mynd:
Nýja hraunið í Holuhrauni er nú orðið 44 og hálfur ferkílómetri samkvæmt athugunum vísindamanna frá því í gær og ratsjármyndum frá því í fyrradag. Til samanburðar má nefna að Mývatn er 37 ferkílómetrar. Hraunið er komið yfir veginn um Gæsavatnaleið.

Stærsti skjálfti síðasta sólarhring var 5,2 klukkan hálfátta í gærkvöld. Skjálfta- og gosvirkni er svipuð og síðustu daga og sama má segja um sigið í Bárðarbungu að því er fram kemur í yfirliti vísindamanna Veðurstofunnar og Jarðvísindastofnunar Háskóla Íslands nú fyrir hádegi. Sigið í öskju Bárðarbungu nemur sjö metrum frá 12. september samkvæmt gps-mæli sem þá var komið fyrir á miðri öskjunni. 

Almannavarnir hafa lokað leiðum á hálendinu Norðausturlands, norðan Dyngjufjalla. Einnig nokkrum leiðum upp úr Bárðardal og við Grænavatn.