Athugið þessi frétt er meira en 1 ára gömul.

Hosni Mubarak látinn

25.02.2020 - 11:47
epa08246221 (FILE) - Egyptian President Hosni Mubarak looking on during his meeting with his Yemeni counterpart Ali Abdullah Saleh (not pictured) in Cairo, Egypt, 29 June 2010 (reissued 25 February 2020). According to media reports on 25 February 2020, Former Egyptian President Hosni Mubarak has died aged 92. Hosni Mubarak ruled Egypt from October 1981 till January 2011, and stepped down of the presidency after the 18-days Egyptian revolution of 2011.  EPA-EFE/AMEL PAIN
 Mynd: EPA-EFE - EPA
Hosni Mubarak, forseti Egyptalands til nærri þrjátíu ára, er látinn. Hann lést á sjúkrahúsi í Kaíró í dag og hafði lengi glímt við veikindi.

Hosni Mubarak var fjórði forseti Egyptalands. Mubarak tók við embætti árið 1981 og hrökklaðist frá völdum í febrúar 2011 eftir mikil mótmæli í landinu. Þá stóð arabíska vorið, svokallaða, sem hæst og mótmælendur tóku meðal annars yfir Tahrir-torg í miðborg Kaíró. Mubarak var herforingi í egypska flughernum áður en hann varð forseti og naut mikillar vinsælda sem slíkur, ekki síst eftir Yom Kippur-stríðið við Ísrael 1973 þar sem hernum tókst að koma höggi á ísraelska herinn, sem hafði hernumið Sínaí-skagann í Sex daga stríðinu sex árum áður.

epa05750036 (FILE) - A file photo dated 08 February 2011 shows Egyptian anti-government protesters gathering on Tahrir Square as protests continues in Cairo, Egypt. On the sixth anniversary of the 25 January 2011 uprising in Egypt Egyptian President Abdel
25. janúar 2011 söfnuðust tugir þúsunda saman í miðborg Kaíró til að krefjast afsagnar Hosnins Mubaraks, forseta. Nokkrum mánuðum síðar, í desember sama ár, brutust út miklar óeirðir í borginni, sem enn er verið að vinna úr í dómskerfi landsins. Mynd: EPA
Mótmælin í Egyptalandi 2011 voru gríðarlega fjölmenn.

Þrátt fyrir vinsældir á árum áður var Mubarak umdeildur forseti. Spilling, efnahagsvandamál, kúgun og lögregluofbeldi einkenndi valdatíð hans lengst af. Eftir að hann hrökklaðist úr embætti mátti hann dúsa í fangelsi árum saman en var látinn laus 2017 eftir að hann var sýknaður af flestum öllum ákærum. Það kom mörgum Egyptum verulega á óvart og aftur þustu þúsundir út á götur til að mótmæla niðurstöðu dómstóla. Mubarak var 91 árs þegar hann lést á sjúkrahúsi í dag og hafði lengi glímt við veikindi.