Athugið þessi frétt er meira en 6 ára gömul.

Hlustaði ekki á neinn, allra síst læknana

23.02.2015 - 20:00
Mynd með færslu
 Mynd:
Mynd:  / 
Bjarnheiður Hannesdóttir er fædd árið 1980. Hún glímdi við átröskun frá unga aldri, án þess að hún eða fjölskylda hennar gerðu sér grein fyrir því eða áttuðu sig á alvarleika sjúkdómsins þegar hann ágerðist með árunum.

Eftir áralanga misnotkun á vatnslosandi lyfjum til að halda sér grannri, bilaði hjartað í Heiðu af langvarandi kalíumskorti. Hún hlaut víðtækan heilaskaða eftir langt hjartastopp og er nú bundin hjólastól og getur lítið tjáð sig. Móðir hennar hætti að vinna og annast hana á daginn, en maður hennar, Snorri Hreiðarsson, sér um hana á kvöldin og um helgar. Hún ætlar að reyna allt til að ná þeim bata sem mögulegt er og aðstandendur hennar eru að safna í sjóð svo hún komist í stofnfrumumeðferð á Indlandi. Allar upplýsingar um málið má finna á styrktarsíðu fyrir Bjarnheiði Hannesdóttur á Facebook. Saga Heiðu var sögð í Kastljóssþætti kvöldsins.