Hljómsveit og kór Metropolitan-óperunnar sagt upp

epa04337752 Members of the Metropolitan Opera orchestra play during a labor rally across the street from the Metropolitian Opera at Lincoln Center in New York, New York, USA, 01 August 2014. The union's representing the opera's workers are in a dispute with the opera's management and the general manager of the opera, Peter Gelb, has threatened to lock out the employees.  EPA/JUSTIN LANE
 Mynd: EPA

Hljómsveit og kór Metropolitan-óperunnar sagt upp

19.03.2020 - 12:01

Höfundar

Starfsfólki Metropolitan-óperunnar hefur verið tilkynnt að hljómsveit og kór hafi verið sagt upp störfum.

Þetta kemur fram á vefnum Slipped Disc, en ekki hefur borist formleg tilkynning um uppsagnirnar frá Metropolitan-óperunni.

Samkvæmt heimildum Slipped Disc hefur Peter Gelb, framkvæmdastjóri Metropolitan-óperunnar, tilkynnt hljómsveitinni og kórnum að samningum þeirra verði sagt lausum frá 12. mars. Það geri hann í krafti svokallaðs „Force Majeure“-ákvæðis í samningum við tónlistarfólk óperunnar, sem aldrei áður hefur verið beitt. Hann hefur samkvæmt frétt Slipped Disk samþykkt að borga laun starfsfólksins til loka mars og halda þau sjúkra- og hljóðfæratryggingum.

Þetta er reiðarslag fyrir tónlistarfólk óperunnar. Flest þeirra eru í viðkvæmri stöðu í sjálfskipaðri sóttkví þessa dagana vegna COVID-19 faraldursins. Hafa þau ýtt úr vör samfélagsmiðlaátaki til að vekja athygli á ástandinu, #MusicConnectsUs.

Tengdar fréttir

Klassísk tónlist

Heimsendingar frá Sinfó í samkomubanni