Hliðarvídd Stranger Things birtist í Fortnite

Mynd með færslu
 Mynd:

Hliðarvídd Stranger Things birtist í Fortnite

03.07.2019 - 14:44
Þriðja þáttaröð af yfirnáttúrulegu þáttunum Stranger Things kemur út á streymisveitunni Netflix á morgun, 4. júlí. Af því tilefni virðist „The Upside Down“, hliðarvíddin sem geymir ýmiss konar skrímsli, hafa opnast í tölvuleiknum Fortnite.

Fortnite hefur notið gífurlega vinsælda undanfarin ár og framleiðandi leiksins hefur unnið með hinum ýmsu fyrirtækjum að því að bjóða upp á spennandi nýjungar inni í leiknum. Þannig gátu spilarar til dæmis keppst um að eignast stálhanska og eilífðarsteina Thanosar áður en kvikmyndin Avengers: Infinity War kom út á síðasta ári. 

Það sama virðist vera upp á teningnum núna en inngangur í hliðarvíddina „The Upside Down“ hefur birst spilurum Fortnite í dag. Enn sem komið er hafa engin demogorgon-skrímsli látið sjá sig en sérfræðingar telja að líklegt sé að það gerist á næstunni auk þess sem búningar í Stranger Things stíl gætu litið dagsins ljós.

Þriðja þáttaröðin kemur eins og áður segir á Netflix á morgun, fimmtudaginn 4. júlí, og ljóst að margir bíða í ofvæni. Hér fyrir neðan má sjá stiklu fyrir þáttaröðina sem gerist að þessu sinni um sumar. 

Tengdar fréttir

Sjónvarp

Ekki lítil lengur – ný Stranger Things stikla

Popptónlist

Bestu Stranger Things tónbræðingarnir