Hlauparar hafa safnað yfir 160 milljónum

24.08.2019 - 18:14
Mynd með færslu
Hlauparar í 10 kílómetra hlaupi. Mynd: Gísli Berg - RÚV
Áheitamet var slegið í Reykjavíkurmaraþoni í dag og hafa hlaupararnir safnað rúmlega 160 milljónum króna. Hægt verður að heita á þá til miðnættis á mánudag. Hlauparar hafa safnað áheitum fyrir ýmis góð málefni.

Það var ekki aðeins áheitametið sem var slegið í dag heldur einnig þátttökumet í 10 kílómetra hlaupi. Þar voru 7.203 hlauparar skráðir til leiks. Alls voru hlaupararnir 14.667 talsins og hlupu ýmist heilt maraþon, hálft maraþon, 10 kílómetra, 3 kílómetra eða 600 metra. 

Hlaupið gekk vel fyrir sig og fengu hlaupararnir góða hvatningu frá íbúum og vegfarendum í borginni. 

dagnyhe's picture
Dagný Hulda Erlendsdóttir
Síðast:
Þessi þáttur er í hlaðvarpi