Athugið þessi frétt er meira en 2 ára gömul.

Hjaltalín og Guðni Th. setja Airwaves á Grund

Mynd með færslu
 Mynd: Mummi Lú - Iceland Airwaves

Hjaltalín og Guðni Th. setja Airwaves á Grund

06.11.2019 - 13:09

Höfundar

Iceland Airwaves var sett í morgun á hjúkrunarheimilinu Grund af forseta Íslands eins og hefð hefur verið fyrir síðustu ár. Hljómsveitin Hjaltalín lék nokkur vel valin lög fyrir dansi og Ísleifur Þórhallsson framkvæmdastjóri flutti stutta tölu.

Hátíðin er nú haldin í 21. sinn en hún stendur til laugardags. Yfir 150 hljómsveitir og listamenn koma fram. Stærstu nöfnin í ár eru Mac DeMarco, Booka Shade og Of Monsters and Men auk þess sem rjóminn af íslenskri tónlistarsenu kemur fram. Hér má sjá nokkrar myndir af setningu hátíðarinnar á Grund.

Mynd með færslu
Heimilisfólk á Grund nýtur ljúfra tóna. Mynd: Mummi Lú.
Mynd með færslu
Forseti Íslands setti hátíðina. Mynd: Mummi Lú.
Mynd með færslu
Mynd: Mummi Lú.
Mynd með færslu
Ísleifur Þórhallsson hélt stutta ræðu. Mynd: Mummi Lú.

Tengdar fréttir

Tónlist

Airwaves: Halda í töfrana og rúlla á núllinu

Tónlist

Leiðarvísirinn að Iceland Airwaves

Tónlist

Átta erlend á Airwaves sem alla ættu að kæta

Tónlist

Mac Demarco snýr aftur á Iceland Airwaves