Athugið þessi frétt er meira en 2 ára gömul.

Hjálmar aftur á bak í Bíóhöllinni á Akranesi

Mynd með færslu
 Mynd: Hjálmar - Rás 2

Hjálmar aftur á bak í Bíóhöllinni á Akranesi

10.10.2019 - 13:51

Höfundar

Í Konsert í kvöld förum við á frábæra tónleika hljómsveitarinnar Hjálma sem fóru fram í Bíóhöllinni á Akranesi í sumar.

Hjálmarnir tóku sjálfir upp fyrir okkur og mixuðu og nú ætlum við að hlusta á þetta í kvöld. 

Það var árið 2004 sem þessi hljómsveit varð til uppúr áhuga nokkurra félaga í Keflavík á Reggí tónlist. Sveitin sló hratt og örugglega í gegn með séríslenku jamíka sveiflunni, og í dag hefur sami mannskapur verið í Hjálmum árum saman með góðum árangri.

Þorsteinn Einarsson - gítar og söngur
Sigurður Guðmundsson - hljómborð og söngur
Guðmundur Kristinn Jónsson - gítar og grúv
Valdimar Kolbeinn Sigurjónsson - bassi
Helgi Svavar Helgason - trommur

Plöturnar eru orðnar 9 talsins:

2004: Hljóðlega af stað
2005: Hjálmar
2007: Ferðasót
2009: IV
2010: Keflavík Kingston
2011: Órar
2013: Dub of Doom (Jimi Tenor og Hjálmar)
2014: Legao (Erlend Øye)
2019: Allt er eitt

Í sumar fóru Hjálmar í tónleikaferðina Aftur á Bak í tilefni af því að það kom út plata með lögum sem flest höfðu komið út eitt og eitt í einu á undanförnum árum.

Hjálmar spiluðu á 15 stöðum víðsvegar um land, byrjuðu 31. maí og enduðu 30. Júní. 29. júní komu þeir við á Akranesi og spiluðu í Bíóhöllinni sem er frábært tónleikahús í alla staði, gott sánd og allt til alls. Og þeir tónleikar eru í Konsert vikunnar.