Hitamet í 50 borgum Frakklands

26.07.2019 - 13:51
Erlent · Frakkland · Evrópa · Veður
epa07739819 People cool down at the fountains of Trocadero, across from the Eiffel Tower, during a heatwave in Paris, France, 25 July 2019. According to forecast, France will experience high temperatures across the country.  EPA-EFE/JULIEN DE ROSA
 Mynd: EPA-EFE - EPA
Hitamet féllu í fimmtíu borgum í Frakklandi í gær, þar á meðal París, Lille og Strassborg. Rauð viðvörun var í gildi í tuttugu sýslum landsins, að sögn franskra fjölmiðla, þar til brast á með þrumum og eldingum. Heilbrigðisyfirvöld áætla að 85 af hundraði landsmanna hafi fengið að kenna á hitabylgjunni. Nokkur dauðsföll undanfarna daga eru rakin til hitans.

Appelsínugul viðvörun er í gildi í dag í þrjátíu og einni sýslu vegna hita og/eða hvassviðris.

asgeirt's picture
Ásgeir Tómasson
Fréttastofa RÚV
Síðast:
Þessi þáttur er í hlaðvarpi