„Hitamet ekki slegin heldur er þeim rústað“

25.07.2019 - 18:38
Erlent · Veður
epa06922540 A boy takes a bath in a fountain in Madrid Rio park, in Madrid, Spain, 01 August 2018. Temperatures in Spain and Portugal could exceed 48 degrees Celsius on the same week breaking the all-time record high for Europe.  EPA-EFE/Eduardo Oyana
Ungur drengur kælir sig í gosbrunni í almenningsgarði í Madrid í gær. Mynd: EPA-EFE - EFE
Hitamet hafa verið slegin víðsvegar um Evrópu í mikill hitabylgju sem gengur yfir vesturhluta álfunnar. Hiti í París mældist nærri 43 gráðum og hefur rauð viðvörun verið gefin út vegna hitans. Hitametið í París hafði staðið síðan 1947. Búist er við að hitamet verði einnig slegin í Þýskalandi og aðeins sólarhringsgömul met voru slegin í Belgíu og Hollandi í dag.

Einar Sveinbjörnsson, veðurfræðingur, vekur máls á þessu á Facebook-síðu sinni og segir einfaldlega: „Þetta er svakalegt!“ Hann deilir tísti frá hinni sænsku Gretu Thunberg sem bendir á að hitametin séu ekki bara slegin heldur rústað.

Thunberg vekur einnig athygli á spám frá Þýskalandi þar sem búist er við að hitametið þar verði slegið um tvær gráður og nái þar 42,6 gráðum.

Sjálfboðaliðar Rauða krossins í París hafa dreift vatni meðal þeirra sem hafa ekki í eigin hús að venda. Í Bretlandi hefur hitabylgjan raskað lestarsamgöngum og í Lundúnum var lögregla kölluð til, vegna óláta í biðröðinni að vinsælli sundlaug í suðurhluta borginnar - þar var um þrjátíu og sjö stiga hiti í dag. Og í dýragarðinum í Bristol var ýmislegt gert vegna hitans - þar fengu páfagaukar klakasleikjó - og mörgæsirnar komust í kalda sturtu.

freyrgigja's picture
Freyr Gígja Gunnarsson
Fréttastofa RÚV
Síðast:
Þessi þáttur er í hlaðvarpi