Hildur þakkaði keppinautum sínum en fyrir fram hafði verið reiknað með að valið stæði milli Hildar og Thomas Newman sem gerði tónlistina við 1917. Þá þakkaði hún manninum sínum, syni og mömmu sem hún sagðist ekki vita hvar sætu í salnum en það mátti glöggt heyra fagnaðarlæti þeirra þegar hún tók við styttunni.
#Oscars Moment: Hildur Guðnadóttir (@hildurness) wins Best Original Score for @jokermovie. pic.twitter.com/uwrOuBszuD
— The Academy (@TheAcademy) February 10, 2020
Og það var ýmislegt sem benti til þess að þetta yrði niðurstaðan því í fyrsta skipti var stjórnandi hljómsveitarinnar sem lék undir kona og það voru bara konur sem afhentu verðlaunin. Þær áttu það reyndar allar sameiginlegt að hafa leikið þekktar hetjur í kvikmyndasögunni; Brie Larson er Captain Marvel, Gal Gadot Ofurkonan og Sigourney Weaver lék auðvitað Ripley í Alien-myndunum.
Hildur Gudnadóttir finished her #Oscars acceptance speech with a call-to-arms to creative women all over the world: "To the girls, to the women, to the mothers, to the daughters who hear the music bubbling within, please speak up" https://t.co/lEZhA2e5KR
— The Hollywood Reporter (@THR) February 10, 2020
Allir helstu spekingar höfðu spáð Hildi sigri en tónlist hennar leikur stórt hlutverk í kvikmyndinni Joker.
Bæði Todd Phillips, leikstjóri myndarinnar og aðalleikarinn Joaquin Phoenix hafa talað um það hversu mikilvæg tónlist Hildar var þegar sýna átti hvernig brjálæðið yfirtekur aðalpersónuna Arthur Fleck og breytir honum í Jókerinn. Hildur samdi stóran hluta hennar áður en myndin fór í tökur sem þykir einstakt.