Athugið þessi frétt er meira en 2 ára gömul.

Hildur þokast nær Óskarstilnefningu

Mynd með færslu
 Mynd: RÚV

Hildur þokast nær Óskarstilnefningu

17.12.2019 - 00:31

Höfundar

Hildur Guðnadóttir, tónskáld og sellóleikari, þokaðist í dag nær tilnefningu til Óskarsverðlauna fyrir tónlist sína við kvikmyndina Joker. Bandaríska kvikmyndaakademían, sem veitir verðlaunin, birti í dag stuttlista yfir þá listamenn sem eiga möguleika á tilnefningu í níu flokkum, þar á meðal í flokknum frumsamin tónlist. Tónlist við 170 kvikmyndir kom til álita í þessum flokki en nú hefur tónlistardeild akademíunnar stytt listann rækilega svo aðeins 15 myndir standa eftir, þar á meðal Joker.

Á stuttlistanum eru líka þær fjórar myndir sem keppa við Hildi og Joker um Golden Globe-verðlaunin, það er að segja Yngismeyjar eða Little Women, Saga af hjónabandi eða Marriage Story, 1917 og Móðurlaus Brooklyn. 

Endanlegar tilnefningar verða svo birtar 13. janúar og verðlaunin afhent sunnudaginn 9. febrúar.

Stuttlistinn í heild sinni

 • Avengers: Endgame
 • Bombshell
 • The Farewell
 • Ford v Ferrari
 • Frozen II
 • Jojo Rabbit
 • Joker
 • The King
 • Little Women
 • Marriage Story
 • Motherless Brooklyn
 • 1917
 • Pain and Glory
 • Star Wars: The Rise of Skywalker
 • Us

Tengdar fréttir

Tónlist

Hildur Guðnadóttir tilnefnd til Golden Globe-verðlauna

Popptónlist

Hildur Guðnadóttir tilnefnd til Grammy fyrir Chernobyl