Hildur inn fyrir Alexöndru

Mynd með færslu
 Mynd: Mummi Lú - RÚV

Hildur inn fyrir Alexöndru

28.02.2020 - 19:55
Knattspyrnukonan Hildur Antonsdóttir sem leikur fyrir Breiðablik hefur verið kölluð inn í íslenska A-landsliðið fyrir komandi verkefni liðsins á Spáni í næstu viku.

 

 

Þetta tilkynnti Jón Þór Hauksson þjálfari liðsins í dag. Fram undan er Pinatar-mótið á Spáni. Al­ex­andra Jó­hanns­dótt­ir hjá Breiðabliki hef­ur þurft að draga sig úr hópn­um vegna meiðsla og hef­ur liðsfé­lagi henn­ar Hild­ur Ant­ons­dótt­ir verið kölluð inn í hóp­inn í henn­ar stað. 

Hild­ur gæti því leikið sinn fyrsta A-lands­leik á mót­inu, en hún lék 40 lands­leiki með yngri landsliðum Íslands á sín­um tíma. Hild­ur hef­ur skorað 28 mörk í 166 leikj­um með Breiðabliki.