Athugið þessi frétt er meira en 2 ára gömul.

Hildur Guðnadóttir verðlaunuð af gagnrýnendum

This image released by NBC shows Hildur Gudnadottir accepting the award for best original score for "Joker" at the 77th Annual Golden Globe Awards at the Beverly Hilton Hotel in Beverly Hills, Calif., on Sunday, Jan. 5, 2020. (Paul Drinkwater/NBC via AP)
 Mynd: AP

Hildur Guðnadóttir verðlaunuð af gagnrýnendum

13.01.2020 - 10:47

Höfundar

Hildur Guðnadóttir hlaut verðlaun gagnrýnenda, Critic's Choice Awards, í nótt fyrir tónlista sína í kvikmyndinni um Jókerinn. Tilkynnt verður um tilnefningar til Óskarsverðlauna eftir hádegi í dag og talið líklegt að Hildur verði þar á blaði. Sýnt verður frá því þegar tilnefningarnar verða kunngjörðar á RÚV.is kl. 13.20.

Meðal annarra sem voru tilnefndir fyrir kvikmyndatónlist voru Thomas Newman fyrir stríðsmyndina 1917 og gamli Band-leiðtoginn Robbie Robertsson sem lengi hefur unnið með Martin Scorsese og samdi tónlistina fyrir Irishman. Joaquin Phoenix fór heim með verðlaunin fyrir besta leik í aðalhlutverki sem Jókerinn og Rene Zellweger var valin besta leikkona í aðalhlutverki fyrir ævisögulegu myndina Judy sem fjallar um Judy Garland. Óður Quentins Tarantinos til kvikmyndaborgarinnar, Once Upon A Time in Hollywood, var valin besta kvikmyndin auk þess sem Brad Pitt var verðlaunaður fyrir bestan leik í aukahlutverki í sömu mynd.

Hildur Guðnadóttir hefur átt mjög góðu gengi að fagna á þessu ári, fyrst fyrir tónlistina úr sjónvarpsþáttunum um Tsjernobýl sem skilaði henni meðal annars Emmy-verðlaunum og Grammy-tilnefningu og undanfarið hefur verðlaunum og tilnefningum verið hlaðið á tónlisti hennar fyrir Joker. Hún hefur meðal annars skilað henni Golden Globe og Sattellite-verðlaunum og tilnefningu til BAFTA-verðlauna. Hún er þegar komin á stuttlista yfir 15 kvikmyndatónskáld sem hafa möguleika á því að hljóta tilnefningu til Óskarsverðlauna. Golden Globe-verðlaunin eru oft talin góður fyrirboði um það sem koma skal í Óskarnum svo fyrst Hildur fór heim með styttuna þar má telja líklegt að hún verði í það minnsta tilnefnd af bandarísku kvikmyndaakademíunni.

Tengdar fréttir

Tónlist

Hildur þokast nær Óskarstilnefningu

Tónlist

Hildur Guðnadóttir tilnefnd til Golden Globe-verðlauna

Tónlist

Hildur Guðnadóttir til Deutsche Grammophon

Tónlist

Hildur Guðnadóttir í bandarísku akademíuna